top of page

Siðblinda

Siðblinda er alvarleg persónuleikaröskun sem einkennist af skorti á samúð og samlíðan, grunnu tilfinningalífi, sjálfhverfu og blekkingum. Siðblindir einstaklingar eru gjarnan lygasjúkir, þá skortir samvisku og leiðast gjarnan út í glæpi, jafnt ofbeldisglæpi sem svokallaða hvítflibbaglæpi. Siðblinda er ólæknandi. Einstaklingar með slíka röskun geta ekki átt í eðlilegu sambandi við aðra. Þeir eru kaldlyndir og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli siðblindu og ofbeldis.

bottom of page