top of page

Heyrn

 

Hundar greina hljóðbylgjur allt niður í 16-20 Hz sem er öllu lægri tíðni en hjá mönnum (eða 20-70 Hz). Hundar geta einnig greint hljóðbylgjur yfir 45 kHz sem er töluvert hærri tíðni en menn geta heyrt (13-20 kHz). Enn fremur eru eyru hunda hreyfanleg sem gerir þeim kleift að greina hvaðan hljóð berast. Átján vöðvar geta snúið og lyft eyra hundsins. Aukinheldur geta hundar greint hljóð í fjórum sinnum meiri fjarlægð en menn. Hundar með sperrt eyru heyra yfirleitt betur en hundar með lafandi eyru.

bottom of page