top of page
HUNDAR
Lyktarskyn
Hundar hafa um 220 milljónir lyktnæmar frumur á yfirborðssvæði á stærð við vasaklút (menn hafa 5 milljónir lyktnæmra fruma á svæði á stærð við frímerki). Sum afbrigði hunda hafa verið ræktuð sérstaklega í þeim tilgangi að ná fram auknu lyktarskyni.
Þjálfarar leitarhunda halda því fram að ómögulegt sé að kenna hundi að rekja slóð betur en hann gerir af eðlishvöt sinni. Í staðinn er reynt að veta hundinum uppbyggilega hvatningu og fá hann til að einbeita sér að einni lykt og hundsa aðrar sem annars kynnu að vekja áhuga hans.
Leitarhundar hafa verið nýttir til þess að leita að týndu fólki, jafnt í snjóflóðum, rústum og annars staðar, sem og að tilteknum hlutum á borð við fíkniefni og sprengiefni.
bottom of page